Þýska stjórnin fallinn, Trump endurkjörinn
Manage episode 448897592 series 2534499
コンテンツは RÚV によって提供されます。エピソード、グラフィック、ポッドキャストの説明を含むすべてのポッドキャスト コンテンツは、RÚV またはそのポッドキャスト プラットフォーム パートナーによって直接アップロードされ、提供されます。誰かがあなたの著作物をあなたの許可なく使用していると思われる場合は、ここで概説されているプロセスに従うことができますhttps://ja.player.fm/legal。
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um fall þýsku stjórnarinnar. Þar sauð upp úr eftir deilur um ríkisútgjöld á milli stjórnarflokkanna. Frjálsir demókratar vildu draga úr útgjöldum til félagsmála og grænna verkefna til að loka gati í ríkisbúskapnum. Jafnaðarmenn og Græningjar gátu ekki sætt sig við þau áform og Olaf Scholz kanslari rak Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtoga Frjálsra demókrata, úr embætti. Stjórnin situr áfram sem minnihlutastjórn en búist er við kosningum á nýju ári. Ýmsir fréttaskýrendur telja fall þýsku stjórnarinnar koma á afar óheppilegum tíma því Evrópusambandið þurfi á öflugri forystu að halda þegar viðbúið sé að Donald Trump dragi úr stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og leggi minni áherslu á samstarf NATO-ríkja og hyggist setja verndartolla á innflutning til Bandaríkjanna.
…
continue reading
134 つのエピソード